Færsluflokkur: Bloggar

Eldur í alþingi?

Mjöf óstaðfestar fréttir herma að eldur hafi kviknað í mötuneyti alþingis. Í ljós kom að ríkisstjórnin hafði komið saman til að sjóða sér egg. Aðspurð sagði Jóhanna Sigurðardóttir að hún vissi ekki hvernig suðan gat endað svona illa en að hún teldi ábyrgðina sennilega liggja hjá íhaldssömum hænsnabónda utan af landi. Hún vildi ekki tjá sig um hvort mötuneytisstjóri alþingis bæri að segja af sér vegna málsins.
mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við íslendingar bara fífl?

Í dag voru tveir þingmenn að rífast með fúkyrðum á alþingi. Annar þeirra er dæmdur glæpamaður sem er sennilega fyrsti íslenski glæpasnillingurinn því hann hefur búið svo um hnútana að það má ekki minnast á glæpina hans öðruvísi en að verða kærður. Þetta finnst okkur samt í lagi þar sem hann er svo góður strákur og duglegur.

Hinn þingmaðurinn er ráðherra og síðasta vetur lagði hann pótískann feril sinn undir Icesave samninginn fræga. Samning sem hefði lagt svo þungar klifjar á þjóðina að óvíst er hvort við hefðum lifað það af. Ekki nóg með að þessi samningur hafi verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur hefur verið sannað að okkur ber ekki að bera klifjarnar sem ráðherrann vildi og vill sennilega enn að við berum. En ekki viljum við að hann segi af sér. Hann er líka góður strákur og svo er líka bara svo erfitt að vera hann.

En í dag sagði Jón Gnarr tvö orð í erlendu blaðaviðtali og við viljum taka af honum hausinn fyrir það. Erum við fífl?

Já, greinilega.


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur troðið í flöskuhálsinn!

Nú er það svart!  Icesave málið komið úr nefnd sem þýðir að allt stoppar hjá ríkisstjórninni.  Nú leggur hún alfarið niður vinnu til að reyna að kyngja þessu blessaða Icesave máli.  Helstu rökin sem maður heyrir fyrir því að "koma þessu frá" eru að þetta sé orðið svo andskoti leiðinlegt og önnur og stærri mál bíði handan við flöskuhálsinn.

Staðreyndin er hins vegar sú að þessi blessaða ríkisstjórn er orðin leiðinleg og eina málið sem er stærra en Icesave er að koma henni frá því þannig hjálpum við heimilunum í landinu.


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég auglýsi eftir konu!

Konan er hvíthærð, alvörugefin og mjög líklega í rauðri dragt. Hún sást síðast rétt fyrir síðustu alþingiskosningar og var hún þá í afar vafasömum félagsskap. Síðan þá hefur hún ekki mætt til vinnu og óttast ég mjög að hún hafi flúið land og sé með hausinn fastann einhvers staðar í Evrópu.

Þeir sem verða hennar varir eru beðnir um að lokka hana til sín með bókstöfunum E, S og B, fanga hana og drösla henni inn á Alþingi. 

Fundarlaun eru 1 króna (íslensk)

 Takk fyrir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband