Eldur í alþingi?

Mjöf óstaðfestar fréttir herma að eldur hafi kviknað í mötuneyti alþingis. Í ljós kom að ríkisstjórnin hafði komið saman til að sjóða sér egg. Aðspurð sagði Jóhanna Sigurðardóttir að hún vissi ekki hvernig suðan gat endað svona illa en að hún teldi ábyrgðina sennilega liggja hjá íhaldssömum hænsnabónda utan af landi. Hún vildi ekki tjá sig um hvort mötuneytisstjóri alþingis bæri að segja af sér vegna málsins.
mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ha ha ha.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

...en búið er að slátra hænunni sem talin er hafa orpið hinu hættulega eggi.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.1.2011 kl. 15:20

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það dugir nú ekki að eltast við sökudólga í stóra eggjasuðu málinu frekar en í örðum heldur horfa til framtíðar.  Annað er að leika sér að eldinum. 

Annars er það svo undarlegt með Jóhönnu og co að þau virðast ekki hafa hugmynd um að það er árið 2011.  Að það eru 4 ár síðan Samfylkingin komst til valda og hvað þá að hún sjálf hafi ráfað um með eldspítur síðast liðin 33 ár.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2011 kl. 15:59

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óttalegur þvættingur er þetta.

Það hefir aldrei þótt merkilegt að reyna að vera fyndinn á kostnað annarra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2011 kl. 20:50

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Þá hlýtur Spaugstofan að teljast ómerkilegasti þáttur á landinu og áramótaskaupið einnig. Ert þú bara ekki óvenjuviðkvæmur Mosi?

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband