Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Hvað með Stjórnlaga raunveruleikaþátt?!

Það var nokkuð augljóst frá upphafi að Stjórnlagaþingið var leikrit, sett upp til að fá almúgann til að dansa við taktleysi ríkisstjórnarinnar. Leikritið fór svo að snúast upp í farsa þegar yfir 500 frambjóðendur buðu sig fram á þingið og engin vissi hvaða hlutverk hann átti að leika. Hæstiréttur kom svo með athyglisvert "twist" í endan sem kom öllum að óvörum. Sem sagt svaka fjör fyrir okkur Íslendinga! Nú eru menn svo að velta fyrir hvað eigi að taka við. Ég held að ég hafi fundið eina rökrétta svarið:

Raunveruleikaþátturinn Stjórnlagaráðsþingið!!

25 meðlimir Stjórnlagaráðsþingsins leysa skemmtileg verkefni í hverri viku og þurfa að taka þátt í krefjandi keppnum til að leysa ágreiningsmál. Ímyndið ykkur t.d. Ingu Lind og Ómar Ragnarsson keppa í leðjuslag til að leysa ágreining um umhverfismál! Snilld!
Að sjálfsögðu þyrftu keppendur einnig að keppa í hæfileikakeppni og í hverri viku kæmi gestur sem hefði virkilega vit á stjórnarskrármálum!
Þorsteinn J. væri svo með klukkutíma umræðuþátt fyrir og eftir hvern þátt þar sem ýmsir hverúlantar myndu segja skoðun sína aftur og aftur og aftur.

Áhorfendur gætu svo tekið þátt með símakosningu um ýmis mál (ekki bindandi að sjálfsögðu) og í lokaþættinum kæmu Jóhanna og Steingrímur í heimsókn til að gefa dæmi um hvernig er best að brjóta á stjórnarskrám og komast upp með það.

Þarna væri komin kærkomin skemmtun fyrir áskrifendur Stöðvar Tvö (eina stöðin fyrir utan Skjá Einn sem hefur metnað í innlendri dagskrárgerð) og þannig væri stjórnlagaráðið ekki alger peningasóun fyrir almenning.

Er þetta ekki málið? 


mbl.is Fær sama verkefni og þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi Jókulsson er ekki að ná þessu

Illugi Jökulsson skrifaði grein á bloggi sínu þar sem hann biður fólk um að láta af gleði og fagnaðarlátum vegna ákvörðunar forsetans.  Hann dettur þó í þá gildru, eins og svo margir, að líta á ákvörðun forsetans sem synjun á lögunum.  Það er ekki rétt þar sem að forsetinn hefur ekki vald til að synja lögum heldur eingöngu rétt til að skjóta málum til þjóðarinnar.  Lögin eru enn í gildi og nú er það þjóðarinnar að synja lögunum eða samþykkja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Gleðin sem braust út við ákvörðun forsetans er mjög eðlileg.  Forsetinn styrkti lýðræðið í landinu með ákvörðun sinni.  Hvernig er ekki hægt að gleðjast yfir því?

 

Bloggfærsla Illuga:

http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2011/2/21/haettid-thessum-gledilatum-takk-fyrir/


Vinstri Græn: Vegur til helvítis...?

Steingrímur_J
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu 
 
 Myrkrahöfðinginn Steingrímur J.
 
Það eru fáir Íslendingar sem hafa leikið þjóðina jafn grátt og Steingrímur J. Sigfússon.  Hann hefur svikið þjóð sína trekk í trekk með framgöngu sinni í Icesave málinu og skattastefna hans er að kæfa þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.  Ég skora á fólk að horfa á viðtal Egils við Maríu Jónsdóttur í Silfri Egils í dag.  Þar kemur fram skýrari mynd af fátækt á Ísland en stjórnvöld vilja viðurkenna.  Viðtalið er hægt að sjá hér:
 
 
Viðtalið við Maríu byrjar ca. á 57. mínútu. 
 
Vegur til helvítis...?
 
Kjörorð Vinstri Grænna er "Vegur til framtíðar".  En hvert liggur sá vegur?  Þeim finnst í lagi að ráðherrar sínir brjóti lög til að hindra atvinnuuppbyggingu í landinu og ég bendi aftur á viðtalið við Maríu Jónsdóttur varðandi hvernig skattastefna þeirra er að fara illa með fólkið í landinu.  Það er ekki spurning að vegna stefnu og vinnubragða Vinstri Grænna og Masfylkingarinnar þá upplifir stór hópur Íslendinga helvíti á jörð í formi fátæktar.  Það er því augljóst að vegur Vinstri Grænna liggur til helvítis. 

mbl.is Vonsvikinn og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei, nei, nei, NEI!!!

Í guðanna bænum ekki fara að blanda stjórnlagaþingsvitleysunni við kosningar um Icesave.  Það væri nær að hafa einfalda spurningu á borð við "Viltu að kosið verði aftur til stjórnlagaþings á þessu kjörtímabili?" samhliða spurningunni um Icesave.  Ég segi fyrir mitt leyti að ég treysti ekki sitjandi stjórn að halda kosningu aftur um stjórnlagaþing.  Hvað þá ef önnur kosning kæmi þar samhliða.  Guð hjálpi mér!!
mbl.is Tvöfaldar kosningar hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband