Erum við íslendingar bara fífl?

Í dag voru tveir þingmenn að rífast með fúkyrðum á alþingi. Annar þeirra er dæmdur glæpamaður sem er sennilega fyrsti íslenski glæpasnillingurinn því hann hefur búið svo um hnútana að það má ekki minnast á glæpina hans öðruvísi en að verða kærður. Þetta finnst okkur samt í lagi þar sem hann er svo góður strákur og duglegur.

Hinn þingmaðurinn er ráðherra og síðasta vetur lagði hann pótískann feril sinn undir Icesave samninginn fræga. Samning sem hefði lagt svo þungar klifjar á þjóðina að óvíst er hvort við hefðum lifað það af. Ekki nóg með að þessi samningur hafi verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur hefur verið sannað að okkur ber ekki að bera klifjarnar sem ráðherrann vildi og vill sennilega enn að við berum. En ekki viljum við að hann segi af sér. Hann er líka góður strákur og svo er líka bara svo erfitt að vera hann.

En í dag sagði Jón Gnarr tvö orð í erlendu blaðaviðtali og við viljum taka af honum hausinn fyrir það. Erum við fífl?

Já, greinilega.


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Spurning um forgang Pésú minn. JG er ekki í fjórflokkaklíkunni og því má gefa út opinbert veiðileyfi á hann.

Ég hélt þú vissir svona grundvallaratriði?

Heimir Tómasson, 10.9.2010 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband