Hvað með Stjórnlaga raunveruleikaþátt?!

Það var nokkuð augljóst frá upphafi að Stjórnlagaþingið var leikrit, sett upp til að fá almúgann til að dansa við taktleysi ríkisstjórnarinnar. Leikritið fór svo að snúast upp í farsa þegar yfir 500 frambjóðendur buðu sig fram á þingið og engin vissi hvaða hlutverk hann átti að leika. Hæstiréttur kom svo með athyglisvert "twist" í endan sem kom öllum að óvörum. Sem sagt svaka fjör fyrir okkur Íslendinga! Nú eru menn svo að velta fyrir hvað eigi að taka við. Ég held að ég hafi fundið eina rökrétta svarið:

Raunveruleikaþátturinn Stjórnlagaráðsþingið!!

25 meðlimir Stjórnlagaráðsþingsins leysa skemmtileg verkefni í hverri viku og þurfa að taka þátt í krefjandi keppnum til að leysa ágreiningsmál. Ímyndið ykkur t.d. Ingu Lind og Ómar Ragnarsson keppa í leðjuslag til að leysa ágreining um umhverfismál! Snilld!
Að sjálfsögðu þyrftu keppendur einnig að keppa í hæfileikakeppni og í hverri viku kæmi gestur sem hefði virkilega vit á stjórnarskrármálum!
Þorsteinn J. væri svo með klukkutíma umræðuþátt fyrir og eftir hvern þátt þar sem ýmsir hverúlantar myndu segja skoðun sína aftur og aftur og aftur.

Áhorfendur gætu svo tekið þátt með símakosningu um ýmis mál (ekki bindandi að sjálfsögðu) og í lokaþættinum kæmu Jóhanna og Steingrímur í heimsókn til að gefa dæmi um hvernig er best að brjóta á stjórnarskrám og komast upp með það.

Þarna væri komin kærkomin skemmtun fyrir áskrifendur Stöðvar Tvö (eina stöðin fyrir utan Skjá Einn sem hefur metnað í innlendri dagskrárgerð) og þannig væri stjórnlagaráðið ekki alger peningasóun fyrir almenning.

Er þetta ekki málið? 


mbl.is Fær sama verkefni og þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður! Sendetta á snoppuskinnu.

Heimir Tómasson, 8.3.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband