Menn sem veiða ketti í búr
24.10.2013 | 15:57
Fyrir tæpri viku týndist kettlingur foreldra minna á Selfossi. Þau höfðu samband við lögreglu sem benti þeim á mann sem hún grunaði um að veiða ketti í búr. Það kom á daginn að maðurinn hafði veitt kettlinginn, keyrt hann að Ingólfsfjalli og sleppt honum þar. Hann fannst svo dauður út í vegkanti rétt við Kögunarhól. Maðurinn viðurkenndi fúslega verknaðinn og virtist ekki kippa sér mikið upp við þetta. Ein afsökunin var sú að kettlingurinn var ekki með ól. Það væri kannski afsökun ef hann hefði ekki viðurkennt að veiða kött sem var merktur í bak og fyrir. Sá köttur fannst, blessunarlega.
Ég heyrt af þessu áður, að menn veiði ketti í búr og sleppi þeim einhvers stað út í buska. Vinafólk mitt lenti í þessu í Reykjavík fyrir ekki svo löngu þar sem kettlingurinn þeirra endaði í Hafnarfirði og varð fyrir bíl þar. Svo er víst annar hér á Selfossi sem stundar þessa iðju og einn í Hveragerði.
Nú geri ég mér grein fyrir því að til er fólk sem er illa við ketti. Ég skil vel að sumum finnst þeir vera aðskotadýr, óhreinir og jafnvel illgjarnir þegar fuglalíf er annars vegar. Ég get jafnvel skilið tilhneigingu sumra að veiða þá í búr inni á sinni lóð til að vernda eigur sínar eða fuglalíf. En skilningurinn endar þegar menn keyra þá langt frá heimahögum sínum og skilja þá eftir þar sem þeirra bíður lítið annað en hungur, kuldi, hættuleg umferð og dauði. Fólk sem stundar slíkt er illgjarnt, siðblint og með verulegan samkenndarskort.
Hvort sem okkur líkar við ketti eða ekki þá eru þeir miklir gleðigjafar inni á fjölda heimila. Börn jafnt sem fullorðnir mynda tilfinningaleg tengsl við þessi dýr og þegar þau falla frá þá fylgir því mikil sorg. Ekkert okkar hefur rétt á að valda slíkri sorg alveg sama hverjar skoðanir okkar eru á gæludýrum.
Ég vil því beina því til kattaveiðara að næst þegar þeir eru með kött í búri að hugsa aðeins út í fólkið sem saknar þessara dýra. Það eru til gáfulegri leiðir til að berjast gegn lausagöngu katta en að senda þá eitthvert til að lifa villikattalífi. Dýralækningamiðstöðvar taka á móti köttum sem og Kattholt og einnig er hægt að tilkynna þá til lögreglu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um hvað erum við að semja við ESB?
18.3.2013 | 22:44
Ef litið er yfir reglur ESB um aðild nýrra ríkja þá blasir þetta við:
What is negotiated?
The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").
These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.
They are not negotiable:
-
- candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
- the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this.
Nánar hér: Conditions for Membership
Þarna stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um innihald samningskaflanna 35. Eingöngu er verið að tala um hvernig og hvenær ríkið muni aðlaga sig að reglum ESB. Vissulega er þetta ruglingslega sett upp þar sem fyrst er talað um að samið sé sérstaklega um hvern kafla en síðan sagt að kaflarnir séu "not negotiable" eða að ekki sé hægt að semja um þá.
Út frá þessu má samt lesa það er ekki líklegt að við fáum einhverjar undanþágur heldur er þetta eingöngu spurning um hvernig við munum aðlaga okkur að reglum ESB. Það er því eðlileg spurning hvort ekki væri skynsamlegra að Össur og co. leggi það fyrir þjóðina hvernig ríkið ætlar að aðlaga sig að ESB áður en farið er í að "semja" nánar um formsatriðin. Hvernig væri nú að setja þetta mál í lýðræðislegan farveg í staðinn fyrir að standa í þessum blekkingaleik?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ESB aðildarferlið mikilvægt kosningamál?
17.3.2013 | 17:18
Nú fer að líða að kosningum og nokkur framboð hafa birt stefnumál sín. Mikið er deilt um ESB aðildarviðræðurnar og hvort halda eigi þeim áfram. Þegar Samfylkingin tróð þessu máli í gegn á sínum tíma þá átti það ekki að taka nema 18 mánuði í mesta lagi og því lofað að eingöngu væri um samningarviðræður að ræða en ekki aðlögunarferli. Sjálfum leist mér vel á þá hugmynd að fá samning á borðið sem við gætum kynnt okkur og síðar kosið um. Nú eru hins vegar liðin 4 ár og einungis er búið að klára þriðjung af samningsköflum ESB eða 11 af 33 köflum. Allir erfiðustu kaflarnir eru eftir eins og sjávarútvegur og landbúnaður t.d.
Margir tala fyrir því að með inngöngu í ESB leysist öll okkar vandamál. Við fáum sterkari gjaldmiðil, verðtrygging og gjaldeyrishöft hverfa og ég veit ekki hvað og hvað. Þessu er haldið blákalt fram án þess að langþráður samningur liggi fyrir. Á sama tíma er því haldið fram að glórulaust sé að kjósa um framhald viðræðna því engin samningur liggi fyrir og því í raun ekki verið að kjósa um neitt. Hvernig er hægt að lofa öllu fögru áður en samningur liggur fyrir?
Við þurfum að vera raunsæ á það að umsóknarferlið er ekki á þeim stað sem lagt var upp með og hljótum að gera þá kröfu að gert sé grein fyrir því hvað tafðist, hvað hefur áunnist, hefur verið um einhverja aðlögun að ræða, hver hefur kostnaðurinn verið og hvenær er búist við að samningar náist. Með því að fá þessar upplýsingar á borð þá ætti að vera raunhæft að kjósa um hvort halda eigi viðræðum áfram eða að slíta þeim.
Nú veit ég ekki til þess að ný tímaáætlun hafi verið gerð um samningslok við ESB en ég á erfitt með að sjá að það takist að loka 22 köflum á næstu 4 árum, sérstaklega í ljósi þess að hlé hefur verið gert á samningsviðræðunum. Það bendir því flest til þess að aðildarumsókn að ESB muni ekki spila neitt hlutverk í að aðstoða heimilin í landinu eða atvinnulífið næstu árin og því eðlilegt að spyrja sig hvort maður eigi að láta þetta mál ráða atkvæði sínu í næstu kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ástæða ESB umsóknar í hnotskurn.
12.3.2011 | 16:36
Össur á ráðherrafundi ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað með Stjórnlaga raunveruleikaþátt?!
25.2.2011 | 00:39
Það var nokkuð augljóst frá upphafi að Stjórnlagaþingið var leikrit, sett upp til að fá almúgann til að dansa við taktleysi ríkisstjórnarinnar. Leikritið fór svo að snúast upp í farsa þegar yfir 500 frambjóðendur buðu sig fram á þingið og engin vissi hvaða hlutverk hann átti að leika. Hæstiréttur kom svo með athyglisvert "twist" í endan sem kom öllum að óvörum. Sem sagt svaka fjör fyrir okkur Íslendinga! Nú eru menn svo að velta fyrir hvað eigi að taka við. Ég held að ég hafi fundið eina rökrétta svarið:
Raunveruleikaþátturinn Stjórnlagaráðsþingið!!
25 meðlimir Stjórnlagaráðsþingsins leysa skemmtileg verkefni í hverri viku og þurfa að taka þátt í krefjandi keppnum til að leysa ágreiningsmál. Ímyndið ykkur t.d. Ingu Lind og Ómar Ragnarsson keppa í leðjuslag til að leysa ágreining um umhverfismál! Snilld!
Að sjálfsögðu þyrftu keppendur einnig að keppa í hæfileikakeppni og í hverri viku kæmi gestur sem hefði virkilega vit á stjórnarskrármálum!
Þorsteinn J. væri svo með klukkutíma umræðuþátt fyrir og eftir hvern þátt þar sem ýmsir hverúlantar myndu segja skoðun sína aftur og aftur og aftur.
Áhorfendur gætu svo tekið þátt með símakosningu um ýmis mál (ekki bindandi að sjálfsögðu) og í lokaþættinum kæmu Jóhanna og Steingrímur í heimsókn til að gefa dæmi um hvernig er best að brjóta á stjórnarskrám og komast upp með það.
Þarna væri komin kærkomin skemmtun fyrir áskrifendur Stöðvar Tvö (eina stöðin fyrir utan Skjá Einn sem hefur metnað í innlendri dagskrárgerð) og þannig væri stjórnlagaráðið ekki alger peningasóun fyrir almenning.
Er þetta ekki málið?
Fær sama verkefni og þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Illugi Jókulsson er ekki að ná þessu
21.2.2011 | 17:17
Illugi Jökulsson skrifaði grein á bloggi sínu þar sem hann biður fólk um að láta af gleði og fagnaðarlátum vegna ákvörðunar forsetans. Hann dettur þó í þá gildru, eins og svo margir, að líta á ákvörðun forsetans sem synjun á lögunum. Það er ekki rétt þar sem að forsetinn hefur ekki vald til að synja lögum heldur eingöngu rétt til að skjóta málum til þjóðarinnar. Lögin eru enn í gildi og nú er það þjóðarinnar að synja lögunum eða samþykkja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gleðin sem braust út við ákvörðun forsetans er mjög eðlileg. Forsetinn styrkti lýðræðið í landinu með ákvörðun sinni. Hvernig er ekki hægt að gleðjast yfir því?
Bloggfærsla Illuga:
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2011/2/21/haettid-thessum-gledilatum-takk-fyrir/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri Græn: Vegur til helvítis...?
20.2.2011 | 18:31
Vonsvikinn og undrandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nei, nei, nei, nei, NEI!!!
20.2.2011 | 17:38
Tvöfaldar kosningar hugsanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhanna ætlar að halda stjórnlagaþing á met tíma!
30.1.2011 | 23:30
Ný stjórnarskrá fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lilja sýnir klærnar...
29.1.2011 | 23:16
Lilja biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)