Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Búum okkur undir kjánahrollinn

Ég er strax farinn að kvíða froðunni sem á eftir koma undan flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar.   Hvaða marklausa samþykkt ætli verði samþykkt á þessum fundi?  "Stefnuleysi er besta stefnan!"?  "Dugleysið hefur dugað okkur hingað til.  Troðum marvaðann!"?  Ég ætla að leyfa mér að spá því strax að það mun ekkert gáfulegt koma fram á þessum fundi og nýti mér þar tölfræði fyrri funda.

Ætli einhver á byggðu bóli sé svo barnalegur að búast við afsökunarbeiðni frá heilögu Jóhönnu?  Ætli Jóhanna nýti kannski tækifærið á þessum fundi til að rifja upp Icesave kosningarnar þar sem hún skoraði á þjóðina að nýta sér ekki rétt sinn til að kjósa?  Eða fer hún kannski beint í að tala um ofurtrú sína á lýðræðið og þörf  á lýðræðisumbótum?  Kannski heldur hún stutt námskeið um hvernig á að troða á núverandi stjórnarskrá með því að öskra stjórnarþingmenn til hlýðni.  Burtséð hvað á eftir að koma út úr henni þá getum við verið viss um að það verður í allt of mörgum orðum.  Meiningarlausum orðum.

Ef Jóhanna er heiðarleg manneskja þá notar hún þennan fund til að segja af sér og slíta stjórnarsamstarfinu.  Hverjar ætli líkurnar séu á því?


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband