Búum okkur undir kjánahrollinn

Ég er strax farinn að kvíða froðunni sem á eftir koma undan flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar.   Hvaða marklausa samþykkt ætli verði samþykkt á þessum fundi?  "Stefnuleysi er besta stefnan!"?  "Dugleysið hefur dugað okkur hingað til.  Troðum marvaðann!"?  Ég ætla að leyfa mér að spá því strax að það mun ekkert gáfulegt koma fram á þessum fundi og nýti mér þar tölfræði fyrri funda.

Ætli einhver á byggðu bóli sé svo barnalegur að búast við afsökunarbeiðni frá heilögu Jóhönnu?  Ætli Jóhanna nýti kannski tækifærið á þessum fundi til að rifja upp Icesave kosningarnar þar sem hún skoraði á þjóðina að nýta sér ekki rétt sinn til að kjósa?  Eða fer hún kannski beint í að tala um ofurtrú sína á lýðræðið og þörf  á lýðræðisumbótum?  Kannski heldur hún stutt námskeið um hvernig á að troða á núverandi stjórnarskrá með því að öskra stjórnarþingmenn til hlýðni.  Burtséð hvað á eftir að koma út úr henni þá getum við verið viss um að það verður í allt of mörgum orðum.  Meiningarlausum orðum.

Ef Jóhanna er heiðarleg manneskja þá notar hún þennan fund til að segja af sér og slíta stjórnarsamstarfinu.  Hverjar ætli líkurnar séu á því?


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nú ertu fallinn í gryfju Agnesar Bragadóttur. Farinn að skrifa um efni og ályktanir fundar sem ekki hefur verið haldinn.

Það er alltaf best að skrifa um fundina að þeim loknum. Ekki satt?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:59

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Reyndar er flest allt í spurningarformi hjá mér þar sem ég er að spá í á hverju við megum eiga von líkt og Þorsteinn J og félagar gera fyrir leik.   Ég leyfi mér svo að gera ráð fyrir að froðan verði meiningarlaus þar sem hún hefur undantekningalaust verið það hingað til.  Hitt er rétt hjá þér að það er gott skrifa um fundinn eftir á.  Ég er pínku spenntur að vita hvort spár mínar reynast réttar.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 21:04

3 Smámynd: Björn Birgisson

Strax kominn í vörn?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Vörn?  Gegn hverju nákvæmlega?  Er verið að ráðast á mig?

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 22:59

5 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur Harðarson, þakka þér kærlega fyrir bloggvina tilboðið. Á árum áður átti ég 70-100 bloggvini. Sagði þeim öllum upp! Hef miklu meira en nóg af því að sinna heimsóknum á mína síðu. Bloggvinum þarf að sinna af atlæti. Til þess þarf tíma. Hann hef ég ekki.

Ég kýs að standa hér einn, vinalaus, og líkar það ágætlega. Finnst það eiginlega bara töff!

Hjartans þakkir þó fyrir tilboðið! 

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 00:04

6 Smámynd: Pétur Harðarson

Ekkert mál Björn. Það er gott að hafa reglu á þessu enda vanda ég mjög hverjum ég sendi beiðni ;)

Pétur Harðarson, 30.1.2011 kl. 00:15

7 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér aftur!

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband