Vinstri Græn: Vegur til helvítis...?
20.2.2011 | 18:31
Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu
Myrkrahöfðinginn Steingrímur J.
Það eru fáir Íslendingar sem hafa leikið þjóðina jafn grátt og Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefur svikið þjóð sína trekk í trekk með framgöngu sinni í Icesave málinu og skattastefna hans er að kæfa þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Ég skora á fólk að horfa á viðtal Egils við Maríu Jónsdóttur í Silfri Egils í dag. Þar kemur fram skýrari mynd af fátækt á Ísland en stjórnvöld vilja viðurkenna. Viðtalið er hægt að sjá hér:
Viðtalið við Maríu byrjar ca. á 57. mínútu.
Vegur til helvítis...?
Kjörorð Vinstri Grænna er "Vegur til framtíðar". En hvert liggur sá vegur? Þeim finnst í lagi að ráðherrar sínir brjóti lög til að hindra atvinnuuppbyggingu í landinu og ég bendi aftur á viðtalið við Maríu Jónsdóttur varðandi hvernig skattastefna þeirra er að fara illa með fólkið í landinu. Það er ekki spurning að vegna stefnu og vinnubragða Vinstri Grænna og Masfylkingarinnar þá upplifir stór hópur Íslendinga helvíti á jörð í formi fátæktar. Það er því augljóst að vegur Vinstri Grænna liggur til helvítis.
![]() |
Vonsvikinn og undrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spakur maður Pétur Harðarson, sanngjarn og hógvær.
Árni Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.