Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Ég auglýsi eftir konu!
10.9.2009 | 23:08
Konan er hvíthærð, alvörugefin og mjög líklega í rauðri dragt. Hún sást síðast rétt fyrir síðustu alþingiskosningar og var hún þá í afar vafasömum félagsskap. Síðan þá hefur hún ekki mætt til vinnu og óttast ég mjög að hún hafi flúið land og sé með hausinn fastann einhvers staðar í Evrópu.
Þeir sem verða hennar varir eru beðnir um að lokka hana til sín með bókstöfunum E, S og B, fanga hana og drösla henni inn á Alþingi.
Fundarlaun eru 1 króna (íslensk)
Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)