Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Jóhanna ætlar að halda stjórnlagaþing á met tíma!

Nú liggur Jóhönnu á!! Hún ætlar að klúðra stjórnlagaþingsmálinu aftur áður en hennar tími er liðinn. Það er augljóst að hún ætlar ekki að segja af sér þannig að það er bara tvennt í stöðunni. Annað hvort springur stjórninn vegna eldglæringa innan VG eða þjóðin lætur ekki bjóða sér þennan hrylling meir og hrekur hana frá völdum. Ég gef Jóhönnu mánuð á þingi áður en allt springur. Það ætti að vera nóg þar sem hún er vön að henda frá sér stjórnlagaþingi í flýti.
mbl.is Ný stjórnarskrá fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja sýnir klærnar...

Hér er Lilja augljóslega að svara fyrir sig gagnvart skotum Jóhönnu. Hún er í raun að afsaka þau mistök að hafa treyst vinnubrögðum Samfylkingarinnar sem er gott og gilt. Þetta er sniðug fésbókarfærsla en getur varla talist afsökunarbeiðni til þjóðarinnar. Til þess þarf hún að biðjast afsökunar úr ræðupúlti alþingis.
mbl.is Lilja biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur í alþingi?

Mjöf óstaðfestar fréttir herma að eldur hafi kviknað í mötuneyti alþingis. Í ljós kom að ríkisstjórnin hafði komið saman til að sjóða sér egg. Aðspurð sagði Jóhanna Sigurðardóttir að hún vissi ekki hvernig suðan gat endað svona illa en að hún teldi ábyrgðina sennilega liggja hjá íhaldssömum hænsnabónda utan af landi. Hún vildi ekki tjá sig um hvort mötuneytisstjóri alþingis bæri að segja af sér vegna málsins.
mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búum okkur undir kjánahrollinn

Ég er strax farinn að kvíða froðunni sem á eftir koma undan flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar.   Hvaða marklausa samþykkt ætli verði samþykkt á þessum fundi?  "Stefnuleysi er besta stefnan!"?  "Dugleysið hefur dugað okkur hingað til.  Troðum marvaðann!"?  Ég ætla að leyfa mér að spá því strax að það mun ekkert gáfulegt koma fram á þessum fundi og nýti mér þar tölfræði fyrri funda.

Ætli einhver á byggðu bóli sé svo barnalegur að búast við afsökunarbeiðni frá heilögu Jóhönnu?  Ætli Jóhanna nýti kannski tækifærið á þessum fundi til að rifja upp Icesave kosningarnar þar sem hún skoraði á þjóðina að nýta sér ekki rétt sinn til að kjósa?  Eða fer hún kannski beint í að tala um ofurtrú sína á lýðræðið og þörf  á lýðræðisumbótum?  Kannski heldur hún stutt námskeið um hvernig á að troða á núverandi stjórnarskrá með því að öskra stjórnarþingmenn til hlýðni.  Burtséð hvað á eftir að koma út úr henni þá getum við verið viss um að það verður í allt of mörgum orðum.  Meiningarlausum orðum.

Ef Jóhanna er heiðarleg manneskja þá notar hún þennan fund til að segja af sér og slíta stjórnarsamstarfinu.  Hverjar ætli líkurnar séu á því?


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband